Ný kjördæmi

Kjördæmaskipan

Breytt kjördæmaskipan

Með stjórnarskrárbreytingu árið 1999 var ákveðið að hafa kjördæmi fæst sex en flest sjö, og horfið frá fyrri stefnu um að kjördæmin væru átta talsins. Miðaði breytingin að því að draga úr misvægi atkvæða og laga hana að þróun búsetu í landinu. Í kjölfar þessara breytinga var lögum um kosningar til Alþingis frá árinu 2000 breytt til samræmis við stjórnarskrána og var kjördæmum þar fækkað úr átta í sex. Þrjú þessara sex kjördæma eru á landsbyggðinni og þrjú á höfuðborgarsvæðinu.

Nýju kjördæmin eru eftirfarandi:

Íslandskort sem sýnir hina nýju kjördæmaskipan og fjölda þingmanna í hverju kjördæmi Norðvesturkjördæmi (9+1) Norðausturkjördæmi (9+1) Suðurkjördæmi (9+1) Suðvesturkjördæmi (9+2) Suðvesturkjördæmi (9+2) Suðvesturkjördæmi (9+2) Suðvesturkjördæmi (9+2) Suðvesturkjördæmi (9+2) Reykjavíkurkjördæmi norður (9+2) Reykjavíkurkjördæmi norður (9+2) Reykjavíkurkjördæmi suður (9+2) Reykjavíkurkjördæmi suður (9+2)

Norðvesturkjördæmi
Kjördæmið nær frá Akraneskaupstað til Akrahrepps og skulu þar vera níu kjördæmissæti og eitt jöfnunarsæti.

Norðausturkjördæmi
Kjördæmið nær frá Siglufjarðarkaupstað til Djúpavogshrepps og skulu þar vera níu kjördæmissæti og eitt jöfnunarsæti.

SuðurkjördæmiKjördæmið nær frá Sveitarfélaginu Hornafirði til Vatnsleysustrandahrepps og skulu þar vera níu kjördæmissæti og eitt jöfnunarsæti.

Suðvesturkjördæmi
Kjördæmið nær yfir Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ, Kópavogsbæ, Bessastaðahrepp, Seltjarnarneskaupstað, Mosfellsbæ og Kjósarhrepp og skulu þar vera níu kjördæmissæti og tvö jöfnunarþingsæti.

Reykjavíkurkjördæmi suður

Mörk Reykjavíkurkjördæma suður og norður skulu dregin um miðlínu eftirfarandi gatna frá vestri til austurs: Eftir Hringbraut (frá Ánanaustum), Miklubraut, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegi að mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar en þaðan eftir Suðurlandsvegi og að borgarmörkum við Geitháls.

Reykjavíkurkjördæmi norður

Mörk Reykjavíkurkjördæma suður og norður skulu dregin um miðlínu eftirfarandi gatna frá vestri til austurs: Eftir Hringbraut (frá Ánanaustum), Miklubraut, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegi að mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar en þaðan eftir Suðurlandsvegi og að borgarmörkum við Geitháls.

Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir mörk milli Reykjavíkurkjördæma með blárri línu. (PDF 250k)

 

þetta vefsvæði byggir á eplica. eplica innranetinnranet - nánari upplýsingar á heimasíðu eplica.